Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123b. Uppfært til 1. maí 1999.
Atvinnufyrirtæki erlendis er félag sem skráð er erlendis og er að öllu leyti með atvinnustarfsemi sína erlendis.
Erlendur aðili er einstaklingur, búsettur erlendis, án tillits til ríkisfangs, félag, stofnun, sjóður eða annar lögaðili sem á heimili erlendis. Einstaklingur telst búsettur erlendis ef hann á lögheimili erlendis samkvæmt skilgreiningu lögheimilislaga. Lögaðili telst eiga heima erlendis ef hann er skráður til heimilis erlendis eða telur heimili sitt erlendis samkvæmt samþykktum sínum.
Innlendur aðili er einstaklingur, búsettur hér á landi, án tillits til ríkisfangs, félag, stofnun, sjóður eða annar lögaðili sem á heimili hér á landi. Einstaklingur telst búsettur hér á landi ef hann á lögheimili sitt hér á landi samkvæmt skilgreiningu lögheimilislaga. Lögaðili telst eiga heimili sitt hér á landi ef hann er skráður hér á landi eða ef hann telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum.
Íslensk lögsaga er efnahagslögsaga Íslands eins og hún er skilgreind í lögum á hverjum tíma.